Vín vikunnar

Það komu tvö vín frá Chablis í Frakklandi til umfjöllunar í þessari viku, bæði góð en jafnframt mjög ólík. Annað þeirra hefðbundið Chablis frá einum stærsta framleiðanda héraðsins, La Chablisienne Chablis 2006 og hitt frá litlu og framsæknu fjölskyldufyrirtæki, Pommier Petit Chablis 2007. Vínin frá Chablis eru einhver bestu matarvín sem hægt er að hugsa sér og það eru ekki margir staðir í heiminum þar sem Chardonnay-þrúgan nýtur sín jafnvel.

Rauðvínin voru sömuleiðis tvö og mjög ólík. Annars vegar Riojavínið Beronia Reserva 2004, frábært steikarvín enda árgangurinn 2004 einhver sá besti í manna minnum í Rioja. Hins vegar argentínskur Cabernet Sauvignon úr Alamaos-línu Catena, fínt vín á góðu verði.

Smellið á nafn vínanna til að lesa nánar um þau. Myndskreytingin að þessu sinni er frá Chablis og það eru Pommier-hjónin sem eru að spóka sig þar á einni vínekrunni.

Deila.