Vín vikunnar

Öll vínin nema eitt koma frá víngerðarsvæðum sunnan miðbaugs í þessari viku. Þetta eina vín sem sker sig úr er hins vegar verðugur fulltrúi evrópskrar víngerðar, Grand Cru-vín frá St. Emilion í Frakklandi. Það heitir Chateau Teyssier 2006 og er eitt af vínum Jónatans Maltusar sem lesa má nánar um með því að smella hér.

Frá Nýja-Sjálandi kom vínið Vicar’s Choice Merlot. Við höfum áður tekið til umfjöllunar Pinot Noir og Sauvignon Blanc frá þessum ágæta framleiðanda og Merlot-vín stóð við sitt líkt og þau. Við höfum einnig fjallað áður um vín frá Concha y Toro í Chile og Catena í Argentínu. Nú bætum við við Casillero del Diablo 2007 Shiraz og Alamos Chardonnay 2008. Bæði afbragðsvín á góðu verði.

Það á lika við um síðasta vínið. Við smökkuðum Santa Alvara Cabernet Sauvignon 2006 sem er vín frá Casa Lapostolle í Chile, sem er vínbúgarður í franskri eigu, sem við eigum eflaust eftir að smakka meira frá á næstu vikum.

Smellið á nafn vínanna til að lesa nánar um þau.

Myndskreytingin að þessu sinni er tekin í vínsmakki í Chateau Teyssier í Bordeaux.

Deila.