Chateau Lamothe Vincent Blanc 2007

Chateau Lamothe-Vincent er vínhús á svæðinu Entre-deux-Mers í Bordeaux, sem mætti þýða sem „milli tveggja vatna“, en þar er vísað til þess að svæðið er umlukið af fljótunum Garonne og Dordogne.

Chateau Lamothe-Vincent Blanc 2007 er líkt og önnur hvít Bordeaux-vín blanda af Sauvignon Blanc og Sémillon. Í nefinu eru græn epli áberandi ásamt greipávexti og kívi. Þarna eru líka steinefni, en í munni hefur vínið hóflega sýru í bland við ágætan ávaxdtamassa þar sem sítrusávextir eru í forgrunni. Vínið er þurrt og ágætlega langt.

Með feitum fiski á borð við lax og bleikju eða sem fordrykkur.

1.789 krónur. Mjög góð kaup. Fær fjórðu stjörnuna fyrir verð/gæði.

 

Deila.