Brolio 2007

Brolio-kastali hefur verið aðsetur Ricasoli-fjölskyldunnar í bænum Gaiole in Chianti frá því á miðöldum. Saga fjölskyldunnar er nátengd sögu og þróun víngerðar í Chianti líkt og lesta má um hér. Orðstír vínanna hnignaði um tíma á síðustu öld eftir að fjölskyldan seldi stóru alþjóðafyrirtæki reksturinn. Eftir að hún keypti hann til baka að ný hefur allt verið upp á við undir styrkri stjórn Francesco Ricasoli og vínin frá ekrunum í kringum Brolio sýna nú sínar bestu hliðar á ný.

Brolio 2007 er elegant Chianti Classico en þessi árgangur var með þeim betri í langan tíma. Þéttur dökkur, svolítið sultukenndur ávaxtamassi, reykur og fínlegur viður og vottur af dökku súkkulaði og kaffi. Vel uppbyggt með silkimjúkum tannínum. Glæsilegt vín.

Fjölhæft matarvín. Smellur að ítölskum kjötbollum en ræður sömuleiðis vel við rétti á borð við andarbringur með rifsberjasósu.

2.899 krónur

 

Deila.