Casella framleiðandi ársins

Ástralska vínfyrirtækið Casella Wines var valið sem “framleiðandi ársins í Nýja heiminum” í vínkeppninni Mundusvini í Þýskalandi á dögunum. Mundusvini er helsta vínkeppni Þýskalands og var að þessu sinni lagt mat á 5726 vín frá 44 löndum.

Casella er fjölskyldufyrirtæki og hefur undanfarin ár átt gífurlegri velgengni að þakka ekki síst vegna “Yellow Tail” vína sinna sem eru meðal mest seldu áströlsku vínanna austan hafs og vestan.

 

Deila.