Polentu og möndlukaka

Ítölsk og yndisleg kaka þar sem möndlur og sítrónur gefa tóninn. Uppskriftina fengum við hjá Leifi á La Primavera.

  • 450 gr ósaltað smjör
  • 450 gr sykur
  • 450 gr 1/1 möndlur  hýðislausar ( muldar)
  • 2 tsk vanilludropar
  • 6 egg
  • Börkur af 4 sítrónum  og safi úr einni
  • 225 gr polentamjöl
  • ½ tsk salt
  • 1 tsk lyftiduft

Smyrjið 24 cm hringform og 5 cm djúpt með  smjöri , hyljið það með hveiti og sláið það sem afgengur vel úr, setjið smjörið í hrærivél og ásamt sykri og möndlum og þeytið vel samnan .

Blandið því sem eftir er af hráefninu saman við og hrærið vel . setjið deigið í formið og bakið við 150 gr , í um 80 min. Stingið mjóum prjón í miðja kökuna og athugið hvort hún sé vel bökuð , Prjóninn kemur hreinn upp ef kaka er vel bökuð en með deigi ef baka þarf hana áfram. Látið kökuna standa á borði allavega í 30 min áður en hún er borin fram.

Með kökunni er tilvalið að bera fram glas af sætvíni, t.d. ítölsku Vinsanto, eða þá sætu freyðivíni.

Deila.