Torres Coronas 2006

Torres er líklega þekktastur allra spænskra vínframleiðanda og kom Katalóníu á kortið á sínum tíma hjá vínáhugafólki um allan heim.

Þetta vín er úr aðallega úr spænsku þrúgunni Tempranillo, auk þess sem Cabernet Sauvignon kemur við sögu í aukahlutverki.

Torres Coronas 2006 hefur þægilega angan af sætum hindberjum, jarðarberjum og kirsuberjum auk blómlegri rósaangan. Bragðið hefur sömu einkenni, vínið er milt og glaðlegt, ávöxturinn feitur og sætur auk þess sem vottar fyrir hófstilltri vanillu úr eikinni og mjög mildum tannínum.

Þetta er einfalt en yndislegt matarvín, með kjöti eða ostum á borð við Manchego. Af hverju ekki reyna það með spænsku kjötbollunum okkar, væri beint í mark þar.

1.899 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.