Perrin & Fils Cote du Rhone Villages 2007

Hér er á ferðinni hrikalega flottur Cote du Rhone Villages frá einum af betri framleiðendum héraðsins, Perrin-fjölskyldunni, sem þekktust er fyrir að eiga ofurvínhúsið Chateau de Beaucastel í Chateauneuf-du-Pape.

Perrin & Fils Cote du Rhone Villages 2007 hefur sveitalega angan, þarna er fjós í bland við lakkrís og kryddaðan, dökkan plómuhjúp. Vínið hefur mikla fyllingu í munni, það er tannískt og kröftugt, en tannínin eru mjúk og gefa víninu þyngd en ekki hrjúfleika, nokkuð kryddað. Frábært núna en mætti vel geyma í 2-3 ár.

Með frönskum estragonkjúkling eða jafnvel mildri villibráð, s.s. hreindýri.

2.490 krónur

 

Deila.