Poggio al Tufo Vigneto Rompicollo 2006

Þetta rauðvín frá Tommasi kemur ekki frá heimaslóðum þeirra í Veneto heldur frá Maremma á vesturströnd Toskana, blanda af Sangiovese (60%) og Cabernet Sauvignon (40%). Það er ekki langt síðan að menn fóru að uppgötva hversu frábærar aðstæður til vínræktar eru í Maremma en þaðan koma nú nokkur af þekktustu ofurvínum Ítalíu, s.s. Ornellaia og Sassicaia.

Maremma byggir því heldur ekki á eins ströngum hefðum og t.d. í Chianti (þótt þarna sé vissulega að finna DOCG-svæðið Morellino di Scansano)  og yfirleitt eru bestu vínin – líkt og þetta – blanda úr ítölskum og frönskum þrúgum. Maremma er jafnvel stundum kallað „villta vestrið“ af víngerðarmönnum annars staðar í Toskana.

Þurr sólberjaangan í bland við vanillu og múrstein, Í munni kryddað með leðri og þroskuðum kirsuberjum í bland, þurrt, og vel uppbyggt. Virkilega flott vín.

2.599 krónur

 

Deila.