Galakvöld í Veisluturni

Einhver glæsilegasta veisla Íslands er haldin í byrjun janúar ár hvert þegar Klúbbur matreiðslumeistara efnir til hátíðarkvöldverðar. Undirbúningur að kvöldverðinum stendur mánuðum saman enda gífurlega mikil lagt í mat, drykk og alla umgjörð í kringum hátíðarkvöldverðinn.

Veislusalurinn er breytilegur frá ári til árs og að þessu sinni voru það hin glæsilegu salarkynni Veisluturnsins á Smáratorgi sem tóku á móti þeim á þriðha hundrað gestum sem sátu kvöldverðinn. Kvöldverðurinn er ein helsta fjáröflun Klúbbs matreiðslumeistara en klúbburinn stendur m.a. fyrir rekstri kokkalandsliðsins og landsliðs ungkokka.

Margir af bestu matreiðslumeisturum Íslands sáu um að útbúa hina tólf rétta veislumáltíð að þessu sinni og voru það m.a. matreiðslumeistarar veitingastaða á borð við Hótel Holt, Grillið, Vox, Dill, Fiskmarkaðinn og Texture í London sem báru ábyrgð á réttunum.

Þemað að þessu sinni var „Flóra Íslands“ og unnu matreiðslumeistarar úr íslensku hráefni á borð við lúðu, humar, bleikju, hreindýri og nauti auk þess að nýta ber, grænmeti og kryddjurtir úr íslenskri náttúru.

Deila.