Grískt salat er ein af bestu salatsamsetningum sem til eru og getur staðið jafnt eitt og sér eða sem meðlæti með margvíslegum mat.
Þetta þarf í salatið:
- Stökkt salat, helst Romaine
- 1 gúrka, fræhreinsuð og söxuð
- 2 tómatar, niðursneiddir
- 1 paprika, söxuð
- 1 rauðlaukur, saxaður
- Fetaostur í bitum
- Kalamati ólífur
- 1 dl ólívuolía
- 1/3 dl vínedik
- 2 msk ferskt Óreganó eða tæp msk af þurrkuðu
Skerið grænmetið niður og setjið í stóra skál. Hristið olíu og edik saman ásamt 2 msk af fersku oregano. Hellið yfir salatið og blandið saman.