Cune Rosado 2008

Rósavín eru oft misskilin enda margir ólíkir stílar til. Klassísk rósavín líkt og eru svo vinsæl við Miðjarðarhafið eru einfaldlega vín úr rauðum þrúgum, framleidd líkt og um hvítvín væri að ræða, þ.e. vínlögurinn hefur einungis snertingu við þrúguhýðin í mjög skamma stund, rétt til að fá á sig bleika litinn.

Þetta spænska rósavín er fyrst og fremst framleitt úr þrúgunni Tempranillo, sem er sú sama og notuð er við framleiðslu á rauðum Rioja-vínum. Þægileg rauð berjaangan einkennir vínið, bæði hindber og jarðarber. Það er þurrt,  létt, ferskt og sumarlegt líkt og rósavín eiga að vera.

Gott með t.d. kjúklingasalati, léttum pastaréttum og köldum réttum.

1.890 krónur. Góð kaup.

 

Deila.