Kálfasteik með krömdum tómötum

Það eru tómatarnir sem leika aðalhlutverkið í þessari uppskrift. Smassaðir tómatar eða Pomodorini Schiaciatti eru aðferð sem vinsæl er í Púglíu. Það er best að nota litla safaríka tómata, t.d. heilsutómata,konfekttómata eða kirsuberjatómata.

Hér berum við þessa tómata fram með kálfa T-Bone. Þeir passa hins vegar ekki síður með nauti eða lambi.

  • 3 msk ólífuolía
  • 1 laukur, mjög fínt saxaður
  • 500 grömm litlir tómatar, t.d. heilsutómatar

Blandið olíu og lauk saman á pönnu og eldið hann í um það bil hálftíma á mjög vægum hita. Þá ætti laukurinn að vera orðinn gullinn og mjúkur.

Hækkið hitann, skolið tómatana og látið þá beint út á pönnuna. Það er best ef enn loðir svolítið vatn við þá. Setjið lok á pönnuna og látið krauma í um fimm mínútur. Tómatarnir ættu þá að vera orðnir mjúkir og eldaðir í gegn. Þrýstið á þá með sleif þannig að þeir springi. Saltið og piprið.

Steikið kálfasteikina á pönnu, saltið og piprið.

Raðuvín frá Púglía með, t.d. A Mano eða Feudo di San Marzano Negroamaro.

Deila.