Pasqua Villa Borghetti Bardolino 2007

Vínsvæðið Bardolino er kennt við samnefndan bæ við Gardavatnið. Besta svæðið er kennt við Classico og teygir sig upp í hlíðarnar austur af vatninu í kringum bæinar Bardolino, Affi, Garda, Costermano og Lazise. Einfaldari Bardolino-vín eru svo ræktuð á sléttunum suður af þessum þorpum.

Þetta Bardolino Classico frá Pasqua er eitt af þessum ítölsku vínum sem sómar sér svo vel með einföldum ítölskum mat. Komist það í snertingu við Parmesanost og pasta blómstrar það. Milt með áberandi kirsuberjaávexti og sveskjugraut í nefi. Svolítið kryddað og „sveitalegt“.

1.595 krónur. Góð kaup.

 

Deila.