Torres Ibéricos Rioja 2007

Spænski vínjöfurinn Miguel Torres byrjaði á sínum heimaslóðum í Pénedes í Katalóníu en færir sífellt út kvíarnar og hefur nýlega hafið framleiðslu á vínum í Rioja.

Ibéricos heitir vínið og er eins og önnur Rioja-vín byggt á þrúgunni Tempranillo. Fyrsti árgangurinnv var 2006 og þetta er 2007-árgangurinn en víngerð Torres í Rioja er á Rioja Alavesa-svæðinu í norðurhluta héraðsins

Ibéricos er ekki klassískt, mjúkt og feitt Rioja heldur nútímalegur Rioja, kröftugt og tannískt, mjög mikið vín af Crianza að vera. Dökkur sólberja- og kræiberjaávöxtur, eikin skörp, með töluverðri vanillu og gefur víninu bit, ungt og afgerandi vín og þarf smá tíma til að opna sig.

Með grilluðu lambi og kryddjurtum t.d. lambafilé með kryddjurtum.

2.199 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.