Saltimbocca alla Romana

Saltimbocca alla Romana er einn af þekktari réttum ítalska eldhússins, kálfasneiðar fylltar með skinku.

  • 4 kálfasneiðar
  • 4 sneiðar af ítalskri skinku (Prosciutto)
  • salvía
  • 1 dl hvítvín
  • 1 dl kjúklingasoð
  • hveiti
  • salt og pipar
  • sítrónubátar

Fletjið kálfasneiðarnar út með kjöthamri, eða látið kjötborðið renna þeim í gegnum valsinn, þannig að þið fáið góðar þunnar „snitschel“-sneiðar.  Setjið um teskeið af saxaðri salvíu og skinkusneið á hverja kálfasneið og lokið henni með tannstöngli.

Veltið sneiðunum upp úr hveiti og steikið í smjöri á pönnu. Þær þurfa ekki meira en 2-3 mínútur á hvorri hlið. Takið kjötið af pönnunni og geymið. Setjið lúku af saxaðri salvíu á pönnuna Hellið hvítvíninu á pönnuna og hreinsið upp skófarnar. Bætið kjúklingasoði út á og leyfið að sjóða aðeins niður. Bætið smá smjöri saman við. Setjið sneiðarnar aftur út á í lokin.

Berið fram með smjörsteiktum kartöflum, sósunni og sítrónubátum.

 

Deila.