Saint Clair Pioneer Block 18 Snap Block Sauvignon Blanc 2008

Það voru hvítvín úr þrúgunni Sauvignon Blanc sem komu Nýja-Sjálandi á vínkortið á sínum tíma. Vín eins og þetta frá Saint Clair sýna manni hvers vegna.

Þetta er hörku Sauvignon Blanc eins og þeir gerast hvað bestir frá Nýja Sjálandi. Svakalega fókuserað og flott vín með hreinum tærum ávexti sem er brotin upp af grænum kryddjurtum og fullkomnu jafnvægi sýru og sætu. Í nefinu hitabeltisávextir á borð við ananas, ástaraldin, kívi og lychee en líka brenninetlur og greipávöxtur. Langt og þéttriðið í munni með ferskri sýru sem léttir vínir og keim af ástaraldin sem situr eftir.

Reynið til dæmis með silungi með nýjum kartöflum og dill- og geitaostssósu.

3.291 króna. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.