Silungur með dill- og geitaostssósu

Nýr silungur og nýjar kartöflur eiga afskaplega vel saman og hér kórónum við það með ljúffengri sósu þar sem við blöndum saman dilli og geitaosti.

  • 1 silungsflak (lax eða bleikja henta líka)
  • 600 g nýjar kartöflur
  • 1 búnt dill, fínt saxað
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 100 g geitaostur
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • salt og hvítur pipar

Maukið geitaostinn og blandið vel saman við sýrða rjómann. Blandið lúku af söxuðu dillinu og pressaða hvítlauknum saman við. Kryddið með salti og hvítum pipar. Geymið í ísskáp þar til sósan er borin fram.

Þá er komið að því að grilla fiskinn. Kryddið með örlitlu salti og pipar. Það er líka gott að pensla með smá hlynsírópi.

Forsjóðið kartöflurnar. Skerið í tvennt og steikið í blöndu af smjöri og olíu þar til þar hafa tekið á sig örlítinn brúnan og fallegan lit. Slökkvið á hitanum. Saltið og piprið kartöflurnar og blandið um lúku af söxuðu dilli saman við.

Með þessu gott hvítvín, t.d. hið ítalska Pieropan Soave.

 

Deila.