Sætur sultaður laukur, gráðaostur, rósmarín og valhnetur eru áleggið á þessa pizzu en þessi samsetning smellur alveg ótrúlega vel saman.
Hráefni
- 1 skammtur pizzadeig
- 4 laukar, skornir í þunnar sneiðar
- 1 poki valhnetur
- 2 pakkar rifinn gráðaostur
- 3-4 stönglar rósmarín, saxið nálarnar fínt.
- ólífuolía og smjör
Aðferð
- Hitið 2-3 msk af olíu ásamt msk af smjöri á pönnu. Veltið lauknum upp úr, saltið og piprið. Steikið laukinn á vægum hita í 30-40 minútur þar til að hann er orðinn dökkur, mjúkur og sætur.
- Bryjið á því að setja laukinn á pizzadegið. Næst valhneturnar (gott að brjóta þær í minni bita) og svo gráðaostinn. Sáldrið rósmarín yfir pizzuna. Penslið kantana á pizzudeiginu með olíu.
- Bakið á pizzasteini á grilli eða í ofni þar til að osturinn hefur bráðnað og botninn er bakaður.