Barefoot Pinot Grigio

Berfættu vínin frá Barefoot Wines í Kaliforníu hafa slegið í gegn í Bandaríkjunum á síðustu árum. Konseptið er einfalt. Létt og svolítið flippuð framsetning, einföld en vel gerð vín, mjög lágt verð. Barefoot hefur verið valið vínvörumerki ársins í Bandaríkjunum og sum vínanna fengið ótrúlega háar einkunnir í virtustu vínmiðlum miðað við verð.

Hvítvínið Barefoot Pinot Grigio hefur þægilega sæta ávaxtaangan, ferskjur og gul og græn epli í nefi. Ferskt og þægilegt í munni þar sem keimur af niðursoðnum perum bætist við. Mild ávaxtasæta gefur víninu mýkt án þess að gera það væmið.

1.599 krónur. Mjög góð kaup á því verði sem tryggir víninu hálfa stjörnu í viðbót.

 

Deila.