Pizza með pepperoni og piparosti

Þetta er einföld og góð pizza. Piparosturinn gefur smá auka bit og fellur vel að pepperoni-pylsunum og ananasinn gefur örlitla sætu á móti.

Hráefni

 • 1 skammtur pizzadeig
 • 1 pakkning pepperoni
 • 1 pakki rifinn piparostur
 • 1 mozzarellakúla
 • tómatapassata
 • 1 lítil dós ananasbitar

Aðferð

 1. Fletjið deigið út.
 2. Smyrjið á þunnu lagi af tómatasósu (passata).
 3. Dreifið pepperoni-sneiðunum yfir pizzuna og því næst ananasbitunum.
 4. Skerið Mozzarellaostinn í sneiðar og dreifið skífunum yfir botninn. Stráið piparostinum yfir.
 5. Bakið (helst á pizzasteini) í ofni eða á grilli við hæsta mögulega hita þar til að botninn er orðinn stökkur og osturinn hefur bráðnað.

 

Deila.