Grillaður ananas er tilvalinn lokapunktur á grillveislunni. Það tekur enga stund að búa þennan rétt til og hægt er að hafa sneiðarnar tilbúnar með góðum fyrirvara.
Hver á ekki minningar um ananasfrómas úr æsku? Þetta hefur um áratugaskeið verið einn algengasti eftirrétturinn á íslenskum veisluborðum og stendur enn vel fyrir sínu, þó ekki væri nema minninganna vegna.