Caldora Chardonnay 2009

Caldora er eitt stærsta vínsamlagið í Abruzzo-héraðinu á Mið-Ítalíu. Alls rækta bændurnir sem standa að samlaginu vín á um 1.200 hektörum. Einungis vín af 200 bestu hektörunum eru hins vegar seld undir nafninu Caldora og eru þau gerð af Mario Ercolino, sem er einn af stjörnuvíngerðarmönnum Ítalíu.

Caldora Chardonnay 2009 kemur frá svæðinu Terre di Chieti í Abruzzo. Þetta er ljóst, létt og þægilegt hvítvín með hreinum og ferskum sítrus- og eplaávexti. Ferskt og þægilegt í munni, óeikað með tæru og þægilegu bragði.

1.650 krónur. Mjög góð kaup á því verði sem tryggir víninu fjórðu stjörnuna.

 

Deila.