Sörur

Sörur eru með vinsælustu jólakökunum. Þær eru kannski ekki þær allra einföldustu í bakstri en þó er auðveldara að gera Sörur en margur hyggur.

  • 3 ½ dl flórsykur
  • 200 g möndlur
  • 3 eggjahvítur

Krem

  • ¾ dl sykur
  • ¾ dl vatn
  • 3 eggjarauður
  • 100 g smjör
  • 2 msk kókomalt

 Súkkulaðihjúpur

  • 250 g rjómasúkkulaði

Sigtið flórsykurinn og brytjið möndlurnar niður.

Stífþeytið eggjahvíturnar.

Blandið möndlum og flórsykri varlega saman við eggjahvíturnar. Bakið við 180 í 10 mín. Kælið.

Þá er komið að því að gera kremið. Sjóðið saman sykur og vatn þar til að úr verður síróp,  passið að það verði ekki mjög þykkt.

Þeytið eggjarauðurnar vel saman, hellið síropinu  varlega saman við eggjarauðurnar og haldið áfram að þeyta á meðan. Bætið smjörinu við (það þarf að vera volgt og mjúkt) og þar á eftir kakói.

Setjið kremið á kaldar kökurnar og stingið þeim í frysti.  Þegar kökurnar með kreminu eru orðnar vel kaldar og harðar eru þær hjúpaðar með bráðnu súkkulaðinu.

Best er að geyma kökurnar í frysti og taka þær út skömmu áður en bera á þær fram.

Deila.