Domaine Combe Blanche Roussanne Viognier 2007

Combe Blanche er lítið vínhús í Languedoc-Roussillon í suðvesturhluta Frakklands sem hefur verið að gera athyglisverða hluti. Ekrur Combe Blanche eru skammt frá hinu fræga miðaldaþorpi Carcassonne og þetta hvítvín sem er að jöfnum hluta unnið úr þrúgunum Roussanne og Viognier er kennt við Calamiac terroir.

Vínið er frá 2007 en er enn ungt og bjart, þroskuð gul epli, perubrjóstsykur og blóm í nefi, nokkuð þétt í munni, ágengt og ögrandi með beiskri myntu í lokin. Heillandi og karaktermikið vín.

2.390 krónur. Góð kaup.

 

Deila.