Norton Cabernet Sauvignon 2007

Bodegas Norton er vínhús í Mendoza-héraði í Argentínu, sem nú er í eigu austurrísku Swarowski-fjölskyldunnar, sem þekkt er fyrir kristalsframleiðslu sína.

Þetta vín er sólbakað með mjög þroskuðum, dökkum ávexti, svolítið villt með svörtum ólívum, dökku súkkulaði, olíu og lakkríslegum kryddkeim. Massívt og dökkt í munni, mjúkt og langt með lakkrís í lokin.

Með nauti, gjarnan vel pipruðu.

1.599 krónur. Mikið vín fyrir peninginn.

 

Deila.