Argentínsku Trivento-vínin hafa notið mikilla vinsælda enda yfirleitt ágætis vín á góðu verði. Hér er um að ræða blöndu úr tveimur þrúgum, Cabernet Sauvignon og Malbec, í Reserve-línuni.
Trivento Cabernet Malbec Reserve 2009 er ungt og þarf helst að leyfa víninu að loftast í smá tíma. Vínið er dökkt á lit með kröftugri angan, plómusulta, púðursykur og karamella, reykur og vanilla. Mjúkt og pólerað eftir smá tíma í glasi, þykkt með lakkrískeim í bland við ávöxtinn í munni.
1.799 krónur. Mjög góð kaup og verðið tryggir víninu fjórðu stjörnuna.