Þetta er skemmtileg útgáfa af eplaköku, bökuð í pönnu í ofni. Það líka hægt að nota aðra ávexti, t.d. perur eða plómur.
Fyllingin:
- 50 g smjör
- 135 g ljós púðursykur
- 4 epli, skræld, kjarnhreinsuð og skorin í sneiðar
Deigið:
- 120 g smjör
- 150 g sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 2 egg
- 200vg hveiti
- 1 ½ tsk lyftiduft
- ¼ tsk salt
- ½ bolli(125 ml) mjólk
Bræðið smjörið á pönnu sem má fara inn í ofn og setjið púðursykurinn út í. Hrærið þangað til púðusykurinn hefur bráðnað og byrjar að mynda loftbólur. Takið þá pönnuna af hitanum og látið kólna. Raðið ávöxtunum ofan á þegar sykurblandan er kólnuð.
Hitið ofninn í 190 gráður.
Þeytið saman smjör og sykur þangað til blandan er orðin létt og ljós. Bætið þá vanilludropunum út í ásamt eggjunum, einu í einu og þeytið þar til allt deigið er orðið mjúkt og fínt.
Blandið hveitinu, lyftiduftinu og saltinu saman
Blandið næst helmingnum af hveitblöndunni saman við deigið,síðan mjólkinni og loks afganginum af hveitblöndunni.
Dreifið deiginu yfir á ávextina, setjið pönnuna í ofninn og bakið í 45 m – 1 klst. Hversu langan tíma þarf fer eftir stærðinni á pönnunni og þar með þykktinni á deiginu.