Þessi fylltu kjúklingalæri sækja mikið til Miðjarðarhafsins en karrýkryddið ljáir þeim hins vegar jafnframt framandi og spennandi blæ.
- 1 dl ólífuolía
- 2 msk óreganó
- 1 msk karrý
- 1/2 tsk cayennepipar
- 2 hvítlauksrif, pressuð
- 500 g kjúklingalæri
- 100 g fetaostur
- 1 dl furuhnetur
- 6 sólþurrkaðir tómatar
- 1 dl steinlausar svartar ólífur
- Blandið saman olíu, óreganó, karrý, cayenne og pressuðum hvítlauk í skál.
- Þurrristið furuhneturnar.
- Maukið ristaðar furuhneturnar, sólþurrkuðu tómatana og ólífurnar í matvinnsluvél. Setjið í skál og maukið fetaostnum saman við með gaffli.
- Setjið álpappír yfir kjúklingalærin og fletjið þau aðeins út með kjöthamri eða kökukefli. Veltið lærunum upp úr olíukryddblöndunni og setjið í eldfast mót.
- Setjið væna matskeið af hnetumaukinu á hvert læri og lokið því með tannstöngli.
- Setjið fatið í ofn og bakið í um 25-30 mínútur við 200 gráðu hita.
Berið fram með jasmín-grjónum og fersku salati.