Grískar kjötbollur með tzatziki

Þessar grísku kjötbollur heita Keftedes á frummálinu og eru algjör snilld bornar fram í pítabrauði með tzatziki og grænmeti.

Hráefni í kjötbollurnar:

 • 500 g lambakjöt, hakkað (t.d. lambaprime eða innralæri)
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 1 egg
 • 2 brauðsneiðar, skorpan skorin frá, sneiðarnar saxaðar mjög fínt
 • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
 • rifinn börkur af einni sítrónu
 • 1/2 dl mjólk
 • 1 msk fínt saxað ferskt dill
 • 3 msk fínt söxuð fersk steinselja
 • 2 tsk þurrkað óreganó
 • maldonsalt
 • pipar
 • brauðrasp (helst heimatilbúði)


Aðferð:

Htið olíu á pönnu. Mýkið laukinn. Þegar hann er orðinn mjúkur og farinn að taka á sig örlítinn lit er slökkt á hitanum og hvítalauknum blandað saman við.

Í stórri skál er lauknum blandað saman við önnur hráefni (nema brauðraspið). Best er að nota hendurnar við þetta.

Mótið litlar kjötbollur, aðeins minni en golfkúlur að stærð, og veltið þeim upp úr raspi.

Steikið kjötbollurnar í olíu.

Kjötbollurnar eru bornar fram í pítabrauði með tzatziki-jógúrtsósu, jöklasalati, söxuðum tómötum og söxuðum lauk.

Uppskrift að tzatziki er að finna hér. Bætið um 1 msk af fínt söxuðu dilli saman við sósuna.

Hitið pítabrauðin í ofni, pönnu eða grilli. Setjið sósu, grænmeti og loks kjötbollur í brauðin.

Deila.