Syndsamlegar Brownies

Súkkulaðikökur geta verið syndsamlega góðar og þá á virkilega við um þessar Brownies þar sem mörgum tegundum af súkkulaði er blandað saman.

Hráefni:

225 g dökkur muscovado sykur
200 g suðusúkkulaði
100 g Nóa Síríus mjólkursúkkulaði

100 g hvítt súkkulaði

225 g smjör
3 egg
80 g hveiti
1 tsk lyftiduft

Smjör og suðusúkkulaði brætt saman í potti á vægum hita. Egg og sykur þeytt vel saman.

Súkkulaðiblöndunni er hellt varlega saman við eggþeytinginn og blandað saman. Hveiti og lyftidufti er sigtað saman við. Mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði er skorið í grófa bita og blandað saman við.

Sett í smurt ferkantað form og bakað við 180 gráður í 20-30 mín.

Deila.