Grillaður ananas með kókosmjólk og kanilsykri

Hvers vegna ekki að grilla eftirréttinn? Þessi uppskrift að ljúffengum ananas er afskaplega fljótleg, það sem tekur lengstan tíma er að skera niður ananasinn og kjarnhreinsa. Annað er leikur einn.

Það eina sem þarf er ferskur ananas sem er flysjaður, kjarnhreinsaður og skorinn í sneiðar, eina dós af kókosmjólk og kanilsykur.

Hellið kókosmjök í skál og setjið kanilsykur í aðra skál. Dýfið ananasbitunum fyrst ofan í kókosmjólkina og næst í kanilsykurinn. Grillið í um fimm mínútur á hvorri hlið.

Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Deila.