Grillaður ananas er tilvalinn lokapunktur á grillveislunni. Það tekur enga stund að búa þennan rétt til og hægt er að hafa sneiðarnar tilbúnar með góðum fyrirvara.
Hvers vegna ekki að grilla eftirréttinn? Þessi uppskrift að ljúffengum ananas er afskaplega fljótleg, það sem tekur lengstan tíma er að skera niður ananasinn og kjarnhreinsa. Annað er leikur einn.