Cantine Leonardo Monnalisa

Vínsamlagið Cantine Leonardo er staðsett í bænum Vinci í Toskana og dregur nafn sitt af frægasta syni bæjarins í gegnum aldirnar.

Rauðvínið Rosso Toscano Monnalisa er Sangiovese-vín með örlitilli Merlot-viðbót, ungt og þægilegt rauðvín með mildum berja og skógarberjaávexti og fjóluangan í nefi, mild tannín og sýra í munni. Það er fremur létt í áfengi miðað við mörg vín í dag eða 12% sem dregur fram ferskleika ávaxtarins. Ágætis pastavín, sérstaklega ef tómatar eru í sósunni.

1.699 krónur.

 

Deila.