Fazoli Gino La Corte del Pozzo Valpolicella 2009

Amadio Fasoli lagði grunninn að vínhúsinu Fasoli Gino er hann hóf vínrækt í Veneto á Ítalíu árið 1925. Þriðja kynslóðin hefur nú tekið við rekstrinum og er áherslan á vönduð, lífrænt ræktuð vín en allar ekrur fjölskyldunnar hafa verið í lífrænni ræktun frá 1984.

Vínið Corte del Pozzo er Valpolicella, þrúgurnar Corvina og Rondinella. Þetta er kröftugt vín og þétt. Bakaðar plómur, kirsuber, sveskjur, þykkur, feitur og heitur ávöxtur í nefi. Þetta er kröftugur bolti með 14,5% í áfengi en með mikinn ferskleika í munni,  sýru sem rennur vel saman við eikina, langt og mjúkt. Reynið t.d. með risotto.

2.990 krónur

 

Deila.