Poggio del Gorleri Cygnus Pigato 2010

Lígúría er lítið víngerðarhérað við Genóaflóa á Norðvestur-Ítalíu sem er þekkt fyrir frammúrskarandi hvítvín m.a. úr þrúgunum Pigato og Vermentino. Vín frá Lígúriu hafa hins vegar vart verið fáanleg á Íslandi fram að þessu. Það er í sjálfu sér ekki svo skrýtið. Ligúría er næstminnsta vínræktarhérað Ítalíu og vínin sjást sjaldan utan Ítalíu.

Tvö vín frá Poggio dei Gorleri, sem er með bestu framleiðendum Lígúríu, eru nú fáanleg í vínbúðunum. Þetta er ungt, nútímalegt og metnaðarfullt vínhús, stofnað árið 2003 af Giampiero Merano og sonum hans Matteo og Davide.  

Pigato Gynus 2010 er frá svæðinu Riviera Ligure di Ponene. Þetta er þétt og massívt hvítvín, tyggjókúlur og þurrkaður ávöxtur í nefi, nokkuð míneralískt, vottur af möndlum. Þétt og sýrumikið í munni. Heilmikið vín.

2.995. Góð kaup.

 

 

Deila.