Þrúgan Gewurztraminer nýtur sín óvíða betur en í ekrunum við bakka Rínarfljótsins í Alsace. Þessi karaktermikla þrúga, er eiginlega hvorki hvít né rauð heldur bleik.
Rene Mure Gewurztraminer Signature er hreinlega fantagott, afskaplega ferskt og arómatískt, í nefinu bæði þurrkaðir og ferskir suðrænir ávextir, apríkósur og ástaraldin í bland við rósablöð. Ungt, ferskt og þykkt í munni. Langt. Líka ánægjulegt að sjá Alsace-vín með skrúfutappa.
2.295 krónur. Mjög góð kaup.