Focaccia-brauð kemur frá Ítalíu og er yfirleitt kryddað með ólívuolíu og kryddjurtum.
Deigið:
- 600 g hveiti
- 5 dl volgt vatn
- eitt bréf þurrger
- 1,5 tsk. salt
Setjið í skál og hrærið vel saman með sleif. Plastfilma er næst sett yfir skálina og hún geymd í ísskáp í 8 klst eða lengur.
Setjið bökunarpappír á ofnskúffu, hellið deiginu í ofnskúffuna og sléttið úr því með sleif þannig að það móti stórt hringlótt brauð.
- 1/2 dós Fetaostur í kryddolíu
- Rósmarín – ferskt, fínsaxað eða þurrkað
- Sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
- Maldon-salt
Dreifið Maldon-salti yfir deigið, fínt söxuðum, ferskum rósmarínnálum (það má líka nota þurrkað rósmarín), sólþurrkuðu tómötunum og hálfri dós af fetaosti ásamt kryddolíunni. Eftir því sem olían er meiri verður brauðið mýkra, þó má ekki fara yfir strikið.
Bakið í 40-45 mínútur í 180 gráðu heitum ofni.