Beso de Vino Macabeo 2010

Þetta hvitvín frá Carinena-héraðinu á norðausturhluta Spána kann að virka unggæðingslegt. Nafnið Beso de Vino þýðir „koss vínsins“ og öll framsetning er létt og nútímaleg. Þetta er hins vegar alvöru vín, vínviðurinn 35-40 ára, en eftir því sem hann er eldri gefa þrúgurnar af sér meira.

Þrúgan Macabeo er ein vinsælasta hvítvínsþrúga Spánar og gengur einnig undir nafninu Viura. Vínið hefur angan af sítrus og melónu, þroskuðum, allt að því þurrkuðum ávexti. Nokkuð grösugt og míneralískt. Hreint og tært, engin eik. Góð fylling, fersk sýra, langt með fínni fyllingu í munni. Reynið t.d. með rækjum í hvítlauk.

1.795 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.