Cono Sur Chardonnay 2010

Cono Sur er með framsæknustu framleiðendum Chile. Fyrirtækið sem var stofnað árið 1993 hefur haft forystu um margs kyns tækninýjungar , áherslu á umhverfismál og kolefnisjöfnun og í þróun nýrra framleiðslusvæða.

Cono Sur Chardonnay er þægilegt og bjart Nýjaheims-Chardonnay. Ungt, óeikað og ferskt með angan af suðrænum ávöxtum í nefi, lime, sætur greipávöxtur og ferskjur. Ávaxtamikið og tært í munni, þægileg sýra, svolítið míneralískt.

1.750 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

Deila.