Chateau Agassac 2006

Agassac er fallegt Chateau eða vínhús á Haut-Médoc svæðinu í Bordeaux, flokkað sem Cru Bourgeois en þau vín eru oft með bestu kaupunum. Þau eru stór og mikil en ekki eins stór og mikil þegar kemur að verði og vín frá mörgum öðrum svæðum Médoc.

Vínið er enn ungt og það er ágengt og svolítið agressívt í byrjun, tannískt og mikið. Það þarf ennþá að umhella því eða opna með fyrirvara. Það fer hins vegar fljótt að sýna mikinn karakter, kryddaðan sólberjaávöxt og sveskjur með vel samofinni eik og jörð. Má geyma í allt að 5 ár hið minnsta.

3.998 krónur. Mjög góð kaup.

 

 

 

Deila.