Montecillo er vínhús sem vart þarf að kynna fyrir Íslendingum enda hafa vín þess notið mikilla vinsælda hér í á annan áratug.
Reserva 2006 er dæmigert fyrir Montecillo-stílinn, djúpur, svartur ávöxtur, plómur og ber, í bland við þétta eik með kaffi, vanillu og vindlakassa. Mjúkt og langt í munni, ágætis sýra, nokkuð kryddað, frábært kjötvín.