Cono Sur Cabernet Sauvignon Vision 2009

Cono Sur er áhugaverður framleiðandi í Chile sem hefur verið framarlega við margvíslega þróun í víngerð. Vision er vín frá Maipo úr smiðju víngerðarmannsins Adolfo Hurtado.

Dökkur sólberjamassi, kryddaður myntu og út í anis, eik sem svífur yfir. Bjart, skarpt og kröftugt í munmi með föstu tannínbiti. Með góðu kjöti.

2.650 krónur. Góð kaup.

 

Deila.