G.D. Vajra Nebbiolo Langhe 2009

Vajra er ekki stór framleiðandi en engu að síður með bestu framleiðendum Piedmont. Nebbiolo-vín héraðsins eru þekktust fyrir vínin sem kennd eru við Barolo og Barbaresco. Þetta vín er frá Langhe (sem er yfirsvæðið) og gert úr þrúgum af yngri vínvið en þeim sem fer í Barolo-vínin.

Og hér nýtur Nebbiolo-þrúgan sín svo sannarlega, hreint og kraftmikið vín. Dökk ber, mjög þroskuð kirsuber og sólber, kryddað með þykkum ávexti, leður og örlítill vottur af ekvalyptus. Nokkuð tannískt en fínlegt og elegant, þarf helst að mýkja með umhellingu í karöflu nokkru áður en borið er fram. Engu að síður Nebbilo sem nýtur sín vel nú ólíkt stóru Barolo-vínunum sem þurfa yfirleitt ansi mörg ár til að toppa.

3.570 krónur. Mjög góð kaup.

 

Deila.