Tourelles de Longueville 2006

Tourelles de Longueville er annað vín Chateau Pichon Baron í þorpinu Pauillac í Bordeaux. Pichon Baron hefur síðustu rúma tvo áratugina verið að endurheimta stöðu sína sem eitt af bestu vínum Bordeaux  og Tourelles sýnir vel hversu magnað þetta vín er fyrir brot af verði „stóra“ vínsins. Ekta Pauillac.

Mjög dökkt, kryddaður ilmur, kaffi, sólber og krækiber með töluverðri en vel samofinni í eik. Í munni kemur elegans vínsins vel í ljós, frábærlega strúktúrerað og balanserað, kröftug, þétt tannín sem halda vínin saman og gefa því góða grind sem ávaxtamassinn byggir utan um. Ólíkt Pichon er Merlot hér ríkjandi með Cabernet í aukahlutverki. Vínið er því mun aðgengilegra en Pichon Baron þótt ungt sé þó það muni eldast vel í 5-10 ár. Umhellið 1-2 klukkustundum að lágmarki áður en vínið er borið fram.

6.399 krónur.

 

Deila.