Búrgúndísveppir

Þessir sveppir eru svo sannarlega enginn skyndibiti. Það er dagsverk að elda þá. Það þarf hins vegar ekki að hafa mikið fyrir þeim og biðin er vel þess virði.

  • 1 kíló sveppir
  • 250 g smjör
  • 1 lítri rauðvín
  • 5 dl vatn
  • 1 1/2 tsk Worchestershire-sósa
  • 2 msk kjúklingakraftur
  • 2 msk nautakraftur
  • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 1 tsk dill
  • salt

Skolið sveppina og setjið í stóran pott. Bætið öllum öðrum hráefnum saman við nema salti.

Hitið á miðlungshita og leyfið suðunni að koma upp. Lækkið hitann og látið malla undir loki á mjög vægum hita í sex klukkustundir.

Takið lokið af pottinum látið malla áfram á mjög vægum hita í þrjár klukkustundir til viðbótar.

Bragðið til með salti ef þarf í lokin. Berið fram með baguette-brauði.

 

Deila.