Austurlenskur kjúklingur

Þennan austurlenska kjúkling er hægt að gera á pönnu en það er einnig tilvalið að setja kjúklingabitana á grillpinna og grilla.

  • 600 g kjúklingabringur eða lundir
  • 4 sm engiferrót, rifin
  • 2 stönglar lemongrass, fínsaxaðir
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 3 msk púðursykur
  • 1/2 tsk kardimomma
  • 1/2 tsk turmerik
  • safi úr 1 lime
  • 3-4 msk sojasósa

Blandið öllu nema kjúklngnum saman. Skerið kjúklinginn í bita og marinerið í kryddleginum í um klukkustund. Steikið á pönnu eða setjið kjúklingabitana á grillpinna og grillið. Berið fram með jasmín-hrísgrjónum, söxuðum gúrkum og hnetusósu en uppskriftin að henni er hér.

Deila.