Cune Gran Reserva 2000

Cune er vínfyrirtæki í Rioja á Spáni og raunar næstelsta vínfyrirtæki héraðsins, stofnað á síðari hluta nítjándu aldar. Það framleiðir traust og góð vín í hinum klassíska stíl héraðsins.

Þetta er kröftugt og eikað Gran Reserva, enn ungt og dökkt með lifandi sýru, þung angan af eik, dökku súkkulaði og púðursykri, kókos og tóbakslauf, einnig svartur þroskaður ávöxtur. Þétt og langt. Ekta vín fyrir stórsteikur af nauti eða lambi.

3.799 krónur.

 

Deila.