Valdibella Dhyana 2010

Sumarið er tími rósavínanna í Evrópu og hvers vegna ætti það sama ekki að eiga við hér eins og veðrið hefur verið upp á síðkastið.

Valdibella Dhyana er sikileyskt rósavín frá lífrænu bændunum í Valdibella en þrúgurnar eru Nero d’Avola og Perricone. Það er fallega ljósrautt á lit, fersk berjaangan, hindber og rifsberjahlaup, létt með ferskri sýru. Sumarlegt.

2.689 krónur.

Deila.