Ogier Cotes du Rhone Heritages 2010

Þetta Cotes du Rhone vín frá Ogier er kröftugt og fullt af þroskuðum Miðjarðarhafsávexti.  Uppistöðuþrúgan í víninu er Grenache en þarna er líka smá Syrah og Mourvédre.

Dökkt á lit með angan af krækiberjum, sveskjum, kryddum og lakkrís. Þétt, mjúk tannín. Með rósmarínkrydduðu lambakjöti.

2.399 krónur. Ágætis kaup.

 

Deila.